#42 Sólveig Anna formaður Eflingar, móðursýki auðvaldsins, tilgangur lífsins og framtíð íslensks rapps
Skoðanabræður - Un pódcast de Bergþór Másson - Viernes
Categorías:
03:00 Áslaug Arna eyðileggur Child 04:23 viðtal við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar 33:50 mikilvægi sannleikans 35:30 Instagram story afmæliskveðjur 38:20 ólík samskipti við ólíkt fólk 40:33 fjórtán ára stelpa í viðtali við Liberal Media 44:00 ADHD fjárglæpamaðurinn 51:00 Evran og saga Evrópusambands 58:00 músík sem verður til þegar allt er að hrynja 59:30 þróun íslensks rapps 01:11 Travis Scott og ógeðslegir átta ára strákar 01:15 Drake og textaþjófnaður 01:18:37 Larry David og Trump 01:22:30 Twitter 01:25:45 plokka eigin geirvörtu með hamri 01:30:25 fjölmiðlar og Facebook 01:36:40 stefnumótun og tilgangur 01:44:05 opnið á veisluna og taka psychedelics 01:46:15 vatn á púlsinn Fræg er sagan af því, hjóta fræðimenn framtíðar segja, þegar Skoðanabræður fengu til viðtals Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Niðurstaðan varð eitthvert ágætasta viðtal sem þeir bræður hafa tekið og líklega það eina þeirra sem á eitthvert raunverulegt skynsamlegt erindi við þjóðina. Það er 1. maí og allir vita hvað það þýða: Afmæli Snorra Mássonar. Afmælisdepurðin ætti að ráða ríkjum í dag, en hver veit hvort sólinni takist að skyggja að einhverju leyti á hana. Snorri óskar sér aðeins eins í afmælisgjöf frá bræðralaginu og þeim ætti að vera nokkuð hægt um vik: Skjáskot og story, heyra nánar í þættinum. Og það er 1. maí og allir vita hvað þýða, atriði tvö: Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Eins og nóbelskáldið lagði Ljósvíkingnum barnaníðingi í munn, eru „erfiðir tímar“, það er „atvinnuþref“, og kvæðið, sem átti að vera klaufalegt, er í raun ískyggilega nákvæmt á tímum kórónukreppunnar. Ég er semsé að tala um Maístjörnuna, og sem ég skrifa og gúgla verð ég æ ánægðari með hana, raunar svo að til þess gæti komið að ég láti það slá hér botninn í þáttarlýsinguna. Það væri ekkert nema viðeigandi, þar sem nú sem aldrei fyrr er þörf á að huga að hagsmunum heildarinnar og þar er verkafólk í meirihluta. Það, og margt annað helvíti ferskt í þætti dagsins, til dæmis frásögn af ævintýralegum fjárdrætti Viðreisnarmanns. - Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. - Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. - En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands.