#59 Skoðanir Kristínar Tómasdóttur
Skoðanabræður - Un pódcast de Bergþór Másson - Viernes
Categorías:
Að vinna við að láta fólk hætta saman… hljómar skynsamlega. Gæti verið á vegum borgaryfirvalda, þú mætir á vettvang og birtir pörum opinberan úrskurð þess efnis að þeirra ástarsambandi sé þar með lokið. Fróður maður lagði eitt sinn til að embætti á borð við þetta yrði stofnað í Reykjavík en það var við dræmar undirtektir pólitíkurinnar. Þetta er enda ekki endilega rétta leiðin til þess að koma því til leiðar í samfélaginu að aðeins séu viðhafðar réttlætanlegar ástir eða að fólk sé aðeins í heilbrigðum samböndum. Það er ekki hlutverk neins að láta fólk hætta saman, þó að þörfin geti virst skerandi í sumum tilvikum, heldur þarf fólk að fatta það sjálft. En hvernig fattar sá eitthvað, sem fattar augljóslega ekki neitt? Með aristótelískri samtalsrunu við Kristínu Tómasdóttur hjónabandsráðgjafa auðvitað, sem er nefnd til sögunnar hér í þessum kynningartexta að undangengnu alllöngu máli um ofangreint vandamál. Það er þó ekki að ófyrirsynju sem gerð er viðhlítandi grein fyrir vandamálinu enda er það risavaxið, en Kristín hefur sérstaka sögu af því að segja. Hún valdi sér starfsvettvang vegna þess að hún vildi starfa við að segja fólki að hætta saman, en komst fljótlega að raun um að önnur eins iðja væri fjarri því hluti af starfslýsingunni. Nema síður væri.. hún er í því að láta fólk halda áfram að vera saman, augljóslega. Innsýn í þetta og margt fleira, eins og ástæðurnar fyrir því að sambandið þitt er ekki góð hugmynd, í þessum vel þrungna þætti af Skoðanabræðrum. Til dæmis: Hvernig finnur rúmlega tvítug manneskja lífsförunaut? Og já! Patreon. Fáðu þér appið og fáðu aðgang að endalaust af Skoðanabræðrum. Djúsinn er á vegum Útvarps 101.