#67 Skoðanir Sölva Tryggva
Skoðanabræður - Un pódcast de Bergþór Másson - Viernes
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts126/v4/57/44/33/57443318-8800-022f-41e6-33cbb51fccfd/mza_10093899482236673933.jpg/300x300bb-75.jpg)
Categorías:
Þrír karlmenn, allir PhD: Podcast having dudes. Sölvi Tryggva steig inn í leikinn og sigraði, það verður að segjast. En hvert er markmiðið með þessu hjá honum? Svarið er inni í þættinum! Vísbending: Í grunninn það sem hvetur alla PhD til dáða yfirleitt. Gasið! Það er markmið í sjálfu sér. Svo eru líka markmið eins og að fá Björgólf Thor í þáttinn og þar keppast Skoðanabræður við Sölva um hinn feita bita. Sjáum hver ber sigurorð af hverjum.. Sölvi segir frá því þegar hann var rekinn af Stöð 2 í árslok 2008. Hann segir að það hafi verið þá sem hann missti sakleysi sitt sem fjölmiðlamaður og telur ljóst að uppsögnin hafi tengst því að hann hafi byrjað að „pönkast“ í lífeyrissjóðum. Góð veisla, fjölmiðlasaga sögð í fjölmiðlum. Þá segir Sölvi frá því þegar honum varð það á að láta Kára Stefánsson bíða. Það gerir maður víst ekki og Sölvi leið fyrir það. Og að öðru leyti segir Sölvi frá því sem menn segja ekki frá í öðrum hlaðvörpum en Skoðanabræður þora á meðan aðrir þegja! Instagram, kvennamál og skegg hins íslenska karlmanns. Þetta eru verðug umræðuefni enda snerta þau okkur öll. Farið á www.patreon.com/skodanabraedur - veislan er á vegum Útvarps 101.