Áratugir á sjó, kynslóðaskipti í sveit, tímamót á Svalbarðseyri

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við hittum fólk sem stendur á tímamótum í lífi sínu. Vélstjórinn Þór Ólafur Helgason fór sinn síðasta túr á togaranum Júlíusi Geirmundssyni fyrir skömmu en hann starfaði á Júlíusi, gamla og nýja, frá 1986. Við hittum hann um borð í Júlíusi á Ísafirði. Þá höldum við í sauðburð í Öxnadal og hittum feðginin Jónínu Þórdísi Helgadóttur og Helga Steinsson bændur á Syðri-Bægisá. Þar starfa þau saman og spurning hvort ein kynslóð fari að taka við af annarri. Og að lokum höldum við á Þórisstaði á Svalbarðseyri þar sem hjónin Inga Margrét Árnadóttir og Stefán Tryggva- og Sigríðarson standa á tímamótum en eftir fjölda ára í ferðaþjónustu eru þau tilbúin að breyta svolítið til. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Anna Þorbjörg Jónasdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.