Bragð

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Þetta er bragðmikill þáttur þar sem við leikum okkur með bragðskyn hlustenda og kannski er líka eitt töfrabragð eða tvö sem leynast í þættinum. Þemað er bragð og þáttagerðarmenn fóru ólíkar leiðir að því, við ræðum við fræðimenn sem rannsaka þroska og þróun bragðskyns hjá börnum og velta fyrir sér matvendni. Við förum í viskýsmökkun og látum reyna ögn á bragðlaukana og ræðum við matreiðslumann sem kann nokkur töfrabrögð. Innslög unnu Dagur Gunnarsson Jón Þór Kristjánsson og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson.