Brothættar byggðir

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við beinum sjónum okkar að Brothættum byggðum, verkefni á vegum Byggðastofnunar þar sem markmiðið er að ná fram skoðunum íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar. Í þessum þætti er farið í heimsókn á Borgarfjörð eystra og til Hólmavíkur á Ströndum. Íbúar á Borgarfirði eystra hafa verið þátttakendur í verkefninu Brothættar byggðir í núna tvö ár og hafa nýtt sér vel þann stuðning sem þar býðst. Yfir tuttugu verkefni hafa hlotið styrki og nokkur ný fyrirtæki verið stofnuð. Strandabyggð er síðan nýjasti meðlimurinn að verkefninu og þurfa þau að fara nýjar leiðir í upphafi vegna heimsfaraldurs Covid-19. Viðmælendur í þættinum eru Alda Marín Kristinsdóttir, verkefnastjóri Brothættra byggða á Borgarfirði eystra, og Esther Ösp Valdimarsdóttir, sem situr í framkvæmdaráði Brothættra byggða í Strandabyggð. Í þættinum er einnig rifjaður upp hluti af innslagi úr fréttaskýringarþættinum Kveik. Þar var farið til Raufarhafnar sem hafði þá nýlokið þátttöku sinni í Brothættum byggðum í lok árs 2017. Efni í þáttinn unnu Ágúst Ólafsson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir