Elfríð Pálsdóttir segir sögu sína

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í þætti dagsins er farið í heimsókn til Elfríð Pálsdóttur á Egilsstöðum og segir hún hlustendum sögu sína. Elfríð fæddist nálægt Lübeck í Norður-Þýskalandi árið 1930 og ólst upp í Þýskalandi nasista. Hún er ein af þýsku stúlkunum sem komu sem vinnukonur til Íslands eftir að hafa upplifað hörmungar seinni heimstyrjaldarinnar á eigin skinni, misst foreldra og systkini. Þegar hún Elfríð kom til Íslands upplifði hún mikla fátækt sem vinnukona á Siglunesi en eftir að hún kynntist manni sínum, Erlendi Magnússyni sem nú er látinn, byggði hún upp sitt eigið líf í nýju landi. Þau hjónin bjuggu saman á Dalatanga í 26 ár. Rúnar Snær Reynisson hitti Elfríð í janúar í fyrra og var stutt viðtal við hana flutt í þessum þætti síðasta vetur. Nú ætlum við að gefa Elfríð meira pláss og heyra viðtalið í heild sinni, enda full ástæða til. Umsjón: Rúnar Snær Reynisson og Gígja Hólmgeirsdóttir.