Flakkað um Eyjafjarðarsveit

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við ferðumst um Eyjafjarðarsveit í þessum þætti. Ferðalagið hefst á bænum Kristnesi þar sem við forvitnumst um risakúna Eddu sem nú er í smíðum hjá bóndanum Beate Stormo. Kúnni er ætlað að verða einkennistákn Eyjafjarðarsveitar enda er mjólkurframleiðsla eitt af sérkennum sveitarinnar. Því næst fræðumst við um Matarstíg Helga magra hjá Mariu Holmgrimsdóttur, verkefnastjóra matarstígsins. Þaðan förum við í heimsókn í Dyngjuna listhús þar sem Guðrún H. Bjarnadóttir segir frá staðnum og þeirri starfsemi sem hún rekur þar. Við ljúkum ferðalaginu á Smámunasafni Sverris Hermanssonar og spjöllum þar við safnstýruna Sigríði Rósu Sigurðardóttur um starfsemi safnsins og forvitnumst líka um húsið sjálft sem hýsir safnið. Viðmælendur í þættinum voru Beate Stormo, Maria Holmgrimsdóttir, Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir og Sigríður Rósa Sigurðardóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.