Flakkað um Grenivík

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í þessum þætti er flakkað um Grenivík í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð. Rætt er við Guðnýju Sverrisdóttur sem var sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi og Grenivík í 27 ár. Hún gefur okkur innsýn inn í þróunina á svæðinu síðustu ár. Einnig verður rætt við hjónin Jón Stefán Ingólfsson og Jórlaugu Daðadóttur sem reka verslunina Jónsabúð í hjarta þorpsins. Því næst er farið í heimsókn til hjónanna Bjarna Arasonar og Þórunnar Indíönu Lúthersdóttur sem hafa frá árinu 2016 rekið ferðaþjónustufyrirtækið Cape Tours þar sem farið er í persónulegar ævintýraferðir út frá Grenivík. Að lokum verið spjallað við Gísla Gunnar Oddgeirsson um árangur íþróttafélagsins Magna í knattspyrnu. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir