Flakkað um Svarfaðardal og Skíðadal: Seinni hluti

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í þessum þætti af Sögum af landi verður flakkað um Svarfaðardalinn og íbúar þar teknir tali. Þetta er seinni þátturinn af tveimur þar sem flakkað er um sveitir Svarfaðardals og Skíðadals. Í þessum seinni þætti verður farið í heimsókn á bílaverkstæðið á Bakka, þar sem forvitnast verður um starfsemi verkstæðisins, um vinsæla kaffistofu sem þar er til húsa auk þess sem einn af starfsmönnum verkstæðisins fræðir okkur um Matarhornið, gamansöm Facebook-myndbönd þar sem matur og mannlíf sveitarinnar er í forgrunni. Í þættinum er einnig skroppið í kaffi á bæinn Tjörn, þar sem rætt verður um náttúru og mannlífið á svæðinu. Að lokum verður farið í heimsókn til ungra bænda sem nýlega festu kaup á jörðinni Hrafnsstöðum og létu þar með gamlan draum um að búa í sveit rætast. Viðmælendur í þættinum eru Alfreð Viktor Þórólfsson, Þór Ingvason, Kristján Eldjárn Hjartarson, Berglind Stefánsdóttir og Magnús Helgi Jónson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir