Kerecis á Ísafirði, Leifur Arnar hjá Vistorku og Listasafn Akureyrar

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við ætlum að kynnum okkur starfsemi fyrirtækisins Kerecis á Ísafirði og ræðum við Dóru Hlín Gísladóttur sem er þróunarstjóri hjá fyrirtækinu. Þá höldum við til Akureyrar og heyrum af verkefninu Leifur-Arnar sem á vegum Vistorku sem er ætlað að sporna við matarsóun á veitingahúsum. Rætt er við Eyrúnu Gígju Káradóttur og Ingu Lilju Ólafsdóttur Og að lokum höldum við í Listasafn Akureyrar og fylgjumst við með því þegar starfsárið var sett. 18 sýningar verða opnaðar hjá Listasafninu á Akureyri á þessu ári í 12 sölum safnsins sem er í húsum gamla mjólkursamlagsins í Listagilinu á Akureyri. Rætt er við Hlyn Hallsson, safnstjóra. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.