Menntaskólinn á Tröllaskaga

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í þætti dagsins verður fjallað um starfsemi Menntaskólans á Tröllaskaga. MTR er yngsti framhaldsskóli á landinu og er hefðbundinn framhaldsskóli sem staðsettur er á Ólafsfirði. Skólinn tók til starfa árið 2010 og fagnar því 10 ára starfsafmæli sínu þetta árið. Í þættinum er rætt við Láru Stefánsdóttur, skólameistara MTR, sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Einnig er rætt við tónlistarmanninn Katrínu Ýr Óskarsdóttur sem kennir skapandi tónlist frá heimili sínu í London. Í þættinum er auk þess rætt við Sigríði Ástu Hauksdóttur, náms- og starfsráðgjafa og kennara, og hún segir frá áfanga þar sem hún kennir nemendum sálræna skyndihjálp. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir