Minningar af snjó og vetri, könglatínsla og Svartar fjaðrir

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í þessum þætti Sagna af landi verða rifjaðar upp minningar af snjó og vetri. Einnig verður litið inn á æfingu hjá tveimur tónlistarkonum fyrir norðan sem undirbúa sig fyrir tónleika, þar sem innblásturinn er ljóðabókin Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Í þættinum verður auk þess farið í skógarferð með skógarbónda fyrir austan sem tínir köngla og safnar fræjum. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Rúnar Snær Reynisson og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir.