Nýtin systkini í Fljótsdal. Ágústa á Reistarnesi. Ljósmyndun á safni.
Sögur af landi - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Í Sögum af landi í dag verður forvitnast um sögu fjórtán systkina sem fæddust á bænum Egilsstöðum í Norðurdal í Fljótsdal snemma á síðustu öld. Níu þeirra giftust aldrei heldur bjuggu saman félagsbúi á bænum og þóttu mikið hagleiksfólk, einstaklega nýtin og hentu engu. Í þættinum verður farið inn í Norðurdal í Fljótsdal til að vitja um sögu þessara systkina. Í þættinum verður auk þess farið í heimsókn á Melrakkasléttu og rætt við eigenda fjárhundarins Tímons, sem fannst um síðustu helgi í gjótu, þar sem hann sat hafði setið fastur í tíu daga, eftir að hafa týnst við smölun í Blikalónsdal á Sléttu. Í þættinum verður rætt við eigendur um björgunina sem og búskapinn. Einnig verður fylgst með skráningu á safnkosti á Minjasafninu á Akureyri, þar sem nú er verið að ljósmynda og skrásetja gömul Íslandskort og handmálaðar ljósmyndir. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson, Óðinn Svan Óðinsson og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir