Rannsóknarsetur HÍ, tveir rostungar og Laxdalshús

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í þættinum heimsækjum við Þorvarð Árnason, sem er forstöðumaður Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Hornafirði. Með Vatnajökul í bakgarðinum er ekki að undra að þessi stærsti jökull landsins hefur spilað lykilhlutverk í fjölmörgum verkefnum Þorvarðar og rannsóknasetursins. Við rifjum líka upp sögu tveggja rostunga með tengingar við Ísland. Annan þeirra má finna uppstoppaðan á Þekkingarsetri Suðurnesja en hinn rataði í sögubækurnar þegar forsætisráðherrann Gunnar Thoroddsen bauð honum frítt far frá Bretlandi. Að lokum heimsækjum við elsta hús á Akureyri, svokallað Laxdalshús. Þar hefur margs konar starfsemi verið í gegnum tíðina en núna opnar þar sushi-veitingastaður og listavinnustofa. Viðmælendur í þættinum eru Þorvarður Árnason, Hanna María Kristjánsdóttir, Reynir Sveinsson og Jónína Björg Helgadóttir. Einnig eru flutt brot úr viðtali frá árinu 2008 við náttúrufræðinginn Ævar Petersen. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Gígja Hólmgeirsdóttir og Anna Þorbjörg Jónasdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.