Sirkús á Ólafsfirði. Stefán Jónsson á Dalvík. Hvalaskoðun á Hauganesi

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í þætti dagsins förum við í heimsókn til sirkúslistakonunnar Unnar Maríu Máneyjar Bergsveinsdóttur, sem býr og starfar á Ólafsfirði. Flökkum líka aftur í tímann, til ársins 1968 þegar Stefán Jónsson fréttamaður flakkaði um Dalvík. Við heyrum brot úr flakki hans þar sem rætt er við Steingrím Þorsteinsson kennara. Í lok þáttar verður forvitnast um hvalaskoðunarfyrirtæki á Hauganesi á Árskógsströnd, sem er það fyrirtæki sem lengst hefur siglt með ferðamenn í hvalaskoðun við Ísland. Fyrsta ferðin var farin 1993. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir