Slúður í sjávarþorpum og rölt um garðyrkjustöð

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í þessum þætti setjumst við niður með helsta sérfræðingi landsins á sviði slúðurs, en Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, kynjafræðingur og doktorsnemi við Háskólann á Akureyri, hefur rannsakað samfélagsleg áhrif slúðurs á ungar konur í átján sjávarþorpum víða um land. Sjálf býr Gréta enn í sjávarþorpinu þar sem hún ólst upp og segist upplifa slúður um sjálfa sig. Hún láti það samt hafa lítil áhrif á sig þó það geti vissulega bitið. Við heimsækjum líka garðyrkjustöðina Espiflöt sem staðsett er í Reykholti í Bláskógabyggð. Þar er rætt við Axel Sæland sem segir frá sögu garðyrkjustöðvarinnar og leiðir hlustendur í gegnum ævintýralegan heim gróðurhúsanna. Efni í þáttinn unnu Ágúst Ólafsson og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.