Stefán Aðalsteinsson ættfræðingur

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í þessum þætti af Sögum af landi verður fjallað um ævi og störf ættfræðingsins Stefáns Aðalssteinssonar. Stefán skrifaði meðal annars ritið Svarfdælingar og var langt kominn með samskonar rit um Eyfirðinga, þegar hann féll frá langt fyrir aldur fram. Sögufélag Eyfirðinga varðveitti handritið að því riti og gaf það nýlega út. Í þættinum er rætt við Hauk Ágústsson, kennara og meðlim í ritnefndinni sem sá um útgáfu verksins. Auk þess er spjallað við Láru Ágústu Ólafsdóttur, héraðsskjalavörð á Héraðsskjalasafninu á Akureyri, en handskrifað handrit Stefáns er þar varðveitt. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir