Sumar: Pylsumenning Akureyringa, Saltfiskur og Bókakaffi í Fellabæ

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í þessum öðrum sumarþætti í Sagna af landi rifjum við upp sögur tengdum mat - og allskonar mat. Við höldum með Þórgunni Oddsdóttur í nokkrar bílalúgur á Akureyri og kynnum okkur pylsumenningu Akureyringa, allt frá djúpsteiktum pylsum með frönskum kartöflum til eldfjallapylsu í svörtu brauði. Svo höldum við með Ágústi Ólafssyni út Eyjafjörð og á Hauganes hann hitti Elvar Reykjalín þar sem þeir ræddu saltfisk og ferðamennsku ? en aðallega saltfisk. Og að lokum höldum við í Bókakaffi í Fellabæ þar sem Gréta Sigurjónsdóttir, sem margir þekkja sem Grétu úr Dúkkulísunum, galdrar fram kótilettur og fiskilummur, en líka ljúfa tóna. Efni í þáttinn unnu: Þórgunnur Oddsdóttir, Ágúst Ólafsson og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.