Ungur klifrari, þolreiðar og Varðveislumenn minjanna

Sögur af landi - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við hittum fólk sem stundar nokkuð óvenjulegar íþróttir eða áhugamál. Klettaklifur verður þó æ vinsælla og á hug hinnar 15 ára Sylvíu Þórðardóttur allan. Elsa María hitti Sylvíu á klifuræfingu á Smiðjuloftinu á Akranesi. Svo forvitnumst við um keppni í þolreiðum á hestum. Aníta Margrét Aradóttir, hestakona, hefur sjálf tekið þátt í þolreiðum erlendis og undirbýr nú slíka keppni á Íslandi í sumar. Og að lokum höldum við norður í Eyjafjörð þar sem Ágúst Ólafsson kynnti sér félagsskap sem kallar sig Varðveislumenn minjanna og ræddi við Brynjar Karl Óttarsson, grúskara. Efni í þáttinn unnu Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Halla Ólafsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.