Mike Pence kemur í heimsókn

Spegillinn - Hlaðvarp - Un pódcast de RÚV

Categorías:

“Við getum sagt að þetta sé merkjasending um það að þessi hluti heimsins tilheyrir áhrifasvæði Bandaríkjanna. Það er ekki verið að boða nein átök en að þið skuluð vita það að þetta er okkar svæði og við munum bregðast við,“ segir Albert Jónsson. Rætt var við hann í Speglinum. Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur ekki farið fram hjá landsmönnum. Fólk sem vinnur í nágrenni Höfða varð mörgu ekki mikið úr verki í dag þar sem margir lágu úti í glugga eða fóru jafnvel út á stétt til að fylgjast með. Nokkrir gerðu sér sérstaka ferð í Borgartúnið til að berja bílalest varaforsetans augum. Kristín Sigurðardóttir fréttamaður kynnti sér málið.