Millilandaflugvöllur áfram í Keflavík

Spegillinn - Hlaðvarp - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Millilandaflug verði áfram á Keflavíkurflugvelli og hafist verði handa við að kanna flutning innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni í Hvassahraun. Ekki þykir fýsilegt að innanlandsflug verði flutt til Kefávíkur. Þetta eru tillögur stýrihóps sem samgönguráðherra skipaði í fyrra um flugvallakosti á Suðvesturhorninu. Það hefur lengi verið deilt um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og fjölmargar skýrslur hafa verið gerðar. En þýðir þessi niðurstaða að skriður komist á málið? Arnar Páll ræðir við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, Eyjólf Árna Rafnsson, formann stýrihópsins og Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra. Gullkóróna, veldissproti, róðukross, jesúlíkneski, gimsteinar, mynt og listilegur vefnaður er meðal þess sem fannst nýverið í grafhvelfingu Friðriks þriðja, keisara hins heilaga rómverska ríkis, í dómkirkju heilags Stefáns í Vínarborg í Austurríki. Vísindamenn notuðu örmyndavélar og flókinn tæknibúnað til að rannsaka þessa síðustu ósnertu konunglegu grafhvelfingu í Evrópu. Pálmi Jónasson. Ívilnunum vegna kaupa á tengiltvinnbílum verður hætt eftir eitt ár samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra sem lagt verður fram á Alþingi. Verð á bæði reiðhjólum og rafhjólum lækkar um áramótin þegar virðisaukaskattur af þeim fellur niður. Arnar Páll Hauksson ræðir við Sigurð Friðleifsson, framkvæmdastjóra Orkuseturs.