Samherji og samfélagsábyrgð

Spegillinn - Hlaðvarp - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Ísland tekur við formennsku Norðurlandaráðs á næsta ári. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var kjörin forseti ráðsins fyrir árið 2020 á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í Stokkhólmi í síðustu viku. Arnar Páll Hauksson talaði við Oddnýju Harðardóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur um samfélagsöryggi. Umræðunar byrjuðu þó með því að fjalla um Samherjamálið. Mútugreiðslur vestrænna fyrirtækja í fjarlægum heimsálfum hafa lengi verið viðloðandi. GRECO er óformlegur ríkjahópur á vegum Evrópuráðsins og hefur verið leiðandi í baráttunni gegn spillingu. Lagaramminn gegn spillingu embættismanna, hvort sem er heima eða heiman, er því víðast svipaður eða sá sami í Evrópu og þá einnig á Íslandi. Umfjöllun Kveiks um umsvif Samherja í Namibíu vekja spurningar um íslensk lög og einnig um áhrif mútgreiðslna almennt. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.