Skilar sér ekki í árangri, Brexit og öryrkjar

Spegillinn - Hlaðvarp - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Nauðsynlegt er að bæta kennslu hér á landi meðal annars með aukinni starfsþjálfun kennara og endurmenntun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um íslensk efnahagsmál. Stofnunin bendir á að þrátt fyrir að útgjöld til menntamála hafi aukist á síðustu árum hafi það ekki skilað sér í bættum árangri íslenskra nemenda í PISA-könnuninni. Stofnunin spyr enn fremur hvort þörf sé á sjö háskólum í jafn fámennu landi og Íslandi. Höskuldur Kári Schram ræðir við Bjarna Benediktsson og Lilju Alfreðsdóttur. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, talaði um varkárni í dag, ekki að búast við of miklu, á leið til fundar við Jean-Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar ESB. Sjáum hvað setur, sagði Juncker. Þrátt fyrir samningstal hefur Johnson ekki verið að flýta sér til fyrsta fundarins við Juncker og slær áfram úr og í um samingslausa útgöngu. Sumir stjórnmálaskýrendur telja þetta yfirlögð ráð til að ná samningi. Aðrir velta fyrir sér hvort það sé heil brú í viðleitni bresku stjórnarinnar. Sigrún Davíðsdóttir. Tryggingastofnun hefur þegar greidd um 200 öryrkjum leiðréttar bætur vegna endurútreikninga á búsetuhlutfalli. Umboðsmaður Alþingis komast að þeirri niðurstöðu í fyrra að útreikningar stofnunarinnar ættu ekki stoð í lögum. Öryrkjabandalagið sættir sig ekki við að miðað sé við að kröfur fyrnist á fjórum árum. Á næstu vikum verður höfðað mál á hendur ríkinu þar sem þess verður krafist að fresturinn verði 10 ár. Arnar Páll Hauksson segir frá.