100 umsagnir um fjárlagafrumvarpið og misvægi atkvæða
Spegillinn - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Helsta verkefni þingsins er að afgreiða fjárlögin og yfir hundrað stofnanir, félaga- og íþróttasamtök og einstaklingar hafa sent fjárlaganefnd umsögn við fjárlagafrumvarp næsta árs. Í þeim eru gerðar margvíslegar athugasemdir við frumvarpið og bent á að það vanti fé í þetta og það vanti fjármagn í hitt. Formaður fjárlaganefndar segir geta reynst erfitt að bregðast við þessum óskum í ljósi þess að enginn meirihluti er starfandi á þingi og þar með ekki í fjárlaganefndinni. Eitt þingsæti færist milli kjördæma í næstu kosningum, þingmönnum fækkar í Norðvesturkjördæmi og fjölgar í Suðvesturkjördæmi. Þetta er gert til að leitast við að jafna vægi atkvæða að baki hverjum þingmanni en dugir ekki til segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sem segir þingmenn hefðu auðveldlega getað breytt kosningalögum í þá átt.