Biden eða ekki Biden? Demókratar í úlfakreppu
Spegillinn - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sækist eftir endurkjöri. Biden hefur ár um áttrætt, og þrátt fyrir nokkrar efasemdaraddir um að svo aldraður maður ætti erindi í Hvíta húsið í fjögur ár til viðbótar fór hann í gegnum forvalið hjá Demókrötum án minnstu mótspyrnu og er frambjóðandi flokksins til þessa valdamikla embættis - ennþá. Á hátíðarfundi NATO í gær kynnti hann heiðursgestinn Volodymyr Zelenskyy á svið sem Pútín forseta, og á blaðamannafundinum í kjölfarið talaði hann um varaforsetann Trump, þegar hann ætlaði að vísa í varaforseta sinn, Kamölu Harris. Jón Óskar Sólnes hagfræðingur býr í Washington og fylgist vel með Bandarískum stjórnmálum. Ævar Örn Jósepsson spurði Jón Óskar út í umræðuna í höfuðborg Bandaríkjanna um stöðu forsetanns.