Eldgos á Reykjanesskaga og áreiðanleiki skoðanakannana
Spegillinn - Un pódcast de RÚV
Categorías:
29. maí 2024 - Eldgos og skoðanakannanir Eldgos sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni laust fyrir klukkan eitt miðvikudaginn 29. maí er það fimmta á rúmu hálfu ári eða síðan Grindavíkurbær var rýmdur 10. nóvember þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Þrjár vikur voru þá liðnar frá því að lokum fjórða gossins var formlega lýst yfir. Í millitíðinni höfðu um tuttugu milljónir rúmmetra af kviku safnast í kvikuhólfið undir Svartsengi og hafði kvikan aldrei verið meiri frá því að þessi kafli umbrotanna á Reykjanesskaga hófst. Það kom því fáum vísindamönnum á óvart að eldgosið í dag skyldi vera svona kraftmikið. Freyr Gígja Gunnarsson stiklar á stóru í atburðarás síðustu tæplega sjö mánaða og Ævar Örn Jósepsson ræðir nýjasta gosið við Benedikt Ófeigsson, fagstjóra aflögunar á Veðurstofu Íslands. Kjördagur nálgast óðfluga og í aðdraganda kosninga verður vart þverfótað fyrir fréttum af skoðanakönnunum á gengi forsetaframbjóðenda. Kannanirnar eru nokkuð misvísandi og það þarf líka að reikna af nokkurri list til að fá fram niðurstöðu. Í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur segir Agnar Freyr Helgason dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands það helst vera tvennt, sem veldur því að niðurstöður ólíkra kannana séu ekki alveg sambærilegar. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred