Fjárlagafrumvarp, sameiningarmál Skorrdælinga, ofsóknir á hendur rússneskum vísindamönnum

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Sigurður Ingi Jóhannsson kynnir á morgun , klukkan níu, sitt fyrsta fjárlagafrumvarp. Þetta verður söguleg stund í íslenskri stjórnmálasögu því Sigurður Ingi er fyrsti Framsóknarmaðurinn í nærri hálfa öld til að vera fjármálaráðherra. Freyr Gígja Gunnarsson reifar það helsta sem búast má við í frumvarpinu og ræðir það við Finnbjörn Hermannsson, formann ASÍ. Skorradalshreppur er eitt af fámennustu sveitarfélögum landsins og hefur ítrekað hafnað sameiningu við stærri sveitarfélög. Meirihluti hreppsnefndar samþykkti að hefja formlegar sameiningarviðræður við Borgarbyggð í júlí en stjórnsýslukæra og undirskriftasöfnun íbúa gætu sett þær í uppnám. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um málið og ræðir við Jón Eirík Einarsson, oddvita Skorradalshrepps. Rússnesk yfirvöld, með leyniþjónustuna FSB í broddi fylkingar, hafa á síðustu árum handtekið, ákært og dæmt á annan tug vísindamanna í margra ára fangelsi vegna meintra landráða. Vísindamennirnir eru sakaðir um að hafa deilt háleynilegum vísindagögnum með útsendurum erlendra ríkja. Þeir - og verjendur þeirra - benda á að þeir komi hvergi nærri hönnun þeirra hátæknvopna sem þeir eru sakaðir um að tala óvarlega um í annarra eyru, og hafi einungis starfað við grunnrannsóknir og fræðastörf á sínu sviði. Þeir hafi einungis rætt viðtekin vísindi og alþekktar kenningar á ráðstefnum erlendis, en engin ríkisleyndarmál. Ævar Örn Jósepsson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred.