Handtaka Durov atlaga að tjáningarfrelsinu? Konunglegt brúðkaup í Noregi og smokkanotkun

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Ný rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, bendir til þess að smokkanotkun ungmenna um allan heim hafi dregist saman. Könnun WHO var gerð í Evrópu, Mið-Asíu og Kanada, náði til nemenda í sjötta, áttunda og tíunda bekk og sýndi að hlutfall óvarinna kynmaka hefur ekki verið hærra í þessum aldursflokki síðan 2014. Rætt verður við Ársæl Má Arnarsson, prófessor við menntavísindasvið HÍ. Fylgi við konungsdæmið í Noregi fellur jafnt og þétt vegna hneykslismála. Kannanir sýna að nær helmingi þjóðarinnar mislíkar þetta. Á morgun verður efnt til brúðkaups Mörtu Lovísu prinsessu í Geirangursfirði en hún hefur þegar selt erlendum fjölmiðlum réttinn til að taka myndir við athöfnina. Slíkt hefur aldrei gerst áður í Noregi. Þá verður fjallað um mál Paul Durov, stofnanda Telegram, sem nú sætir farbanni. Um það er deilt hvort handtaka hans sé atlaga að tjáningarfrelsinu