Hvað er pólitískur stöðugleiki og er jafnlaunavottun gagnslaus?

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Nýr forsætisráðherra flutti Alþingi yfirlýsingu ríkisstjórnar sinnar þar sem honum var tíðrætt um pólitískan og efnahagslegan stöðugleika. Stjórnarandstaðan gaf lítið fyrir nýtt andlit ríkisstjórnarinnar, kallaði hana hræðslubandalag og raunveruleikasjónvarp og fannst andrúmsloftið minna á búsáhaldarbyltinguna. Jafnlaunavottun er alls ekki gagnslaus í baráttu við launamisrétti en nýlegt dæmi af Landspítalanum staðfestir að ekki má sofna á verðinum og treysta á að hún tryggi sömu laun fyrir sömu vinnu. Rætt verður við formann BSRB og þá verður einnig fjallað um nýja bókmenntastefnu.