Lög um fiskeldi, mótmæli í Bandaríkjunum og nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

2. maí 2024 Frumvarp að nýjum lögum um lagareldi styrkir sjókvíaeldi í sessi en herðir kröfur til fyrirtækja í geiranum. Eftirlitsaðilar segja nýju lögin bragarbót en náttúruverndarsinnar mótmæla frumvarpinu. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í lögin og ræðir við Hafstein Dan Kristjánsson lektor við lagadeild HR, Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra Matvælastofnunar og Jón Kaldal, talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Á annað þúsund manns hafa verið handtekin í mikilli mótmælaöldu sem riðið hefur yfir bandaríska háskóla síðustu tvær vikur. Öll tengjast mótmælin stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gaza og koma í framhaldi af svipuðum aðgerðum sem staðið hafa með hléum allt frá upphafi stríðsins 7. október. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor við Williams-háskóla í Massachusetts og sérfræðing í málefnum Miðausturlanda. Nýlegar tölur sýna að gistinætur voru fleiri í mars en á sama tíma í fyrra og ferðamönnum fjölgaði fyrstu mánuði ársins en útlit er fyrir að þeim fækki í sumar. Pétur Óskarsson, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að jafnvel þó að fjöldinn verði svipaður þá staldri ferðamenn skemur við en áður. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Pétur um ástand og horfur í greininni. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred