Netsvik færast í aukana, hrottalegt morð í Bretlandi og vinsælt lag á Tiktok

Spegillinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Almennt og gegnumgangandi traust Norðurlandabúa til stofnana og næsta manns gerir þá berskjaldaða gagnvart netþrjótum. Þetta kemur fram í nýju sameiginlegu áhættumati norrænna löggæsluyfirvalda. Rætt verður við Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara. Fjallað verður um hrottalegt morð á Bretlandseyjum þar sem drengir á þrettánda aldursári voru sakfelldir. Fjölskyldan fórnarlambsins er ósátt með lengd dómanna því drengirnir tveir verða tvítugir þegar þeir ljúka afplánun. Hressilegt og kunnuglegt lag hefur verið notað meira en milljón sinnum undir stutt myndskeið á tiktok, instagram og youtube. Líklega hafa nær allir sem einhvern tíma hafa slæðst inn á þessa miðla heyrt það en færri þekkja líklega höfund þess. Í nýlegri umfjöllun í npr-útvarpinu bandaríska er sjónum og hlustum beint að Kevin MacLeod sem samdi lagið fyrir um tíu árum.