Tilræðið við Trump og landsþing Repúblikana
Spegillinn - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Landsfundi Repúblikana, hófstí borginni Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum laust fyrir klukkan átján að íslenskum tíma, Landsfundurinn stendur í fjóra daga. Búist er við að allt að 50.000 manns, þar af eru rúmlega 2.400 kjörmenn, sem hafa það hlutverk að útnefna forsetaframbjóðanda flokksins, Donald Trump, með formlegum hætti, á fimmtudag. Fundurinn er haldinn í skugga banatilræðis við Trump á kosningafundi í Pannsylvaníu á laugardaginn var, þar sem litlu mátti muna að tilræðismanninum tækist ætlunarverk sitt, einn fundargesta lá í valnum og tveir særðust alvarlega, auk þess sem tilræðismaðurinn, ungur maður frá smábæ í Pennsylvaníu, var skotinn til bana. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt tilræðið og það hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti líka gert. Eftir tilræðið hafa þeir Trump báðir hvatt til hófstilltari og málefnalegri kosningabaráttu, en hún hefur einkennst af mikilli heift, gifuryrðum og ásökunum á báða bóga. Hvort þessi tilmæli nái í gegn hjá fylgjendum þeirra á eftir að koma í ljós, og skiptar skoðanir eru um, hvort tilræðið auki fylgi Trumps svo um muni. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Jón Óskar Sólnes í Washington. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kári Guðmundsson