1. Pilot
Trivíaleikarnir - Un pódcast de Daníel Óli

Categorías:
Allra fyrsti þáttur Trivíaleikanna þar sem við færum ykkur pöbbkviss stemninguna heim í stofu í miðjum heimsfaraldri. Magnús Hrafn og Stefán Geir takast á við Arnór Stein og Jón Hlífar í reginslag í þessum fyrsta þætti. Hver er eini aðalleikaranna sex úr Friends sem lék gestahlutverk í Seinfeld? Hver söng bakrödd í lagi Dire Straits Money for Nothing? Hvað þarftu að vera ríkisborgari lengi til að geta boðið þig fram í forsetakosningum Bandaríkjanna? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Þátturinn var remasteraður og uppfærður þann 01. desember 2023 í tilefni tveggja ára afmælis hlaðvarpsins. Keppendur: Arnór Steinn, Jón Hlífar, Magnús Hrafn og Stefán Geir.