10. Olíuborin beðmál í Bolungarvík

Trivíaleikarnir - Un pódcast de Daníel Óli

Categorías:

Tíundi þáttur Trivíaleikanna en í þessum tímamótaþætti var ekkert til sparað! Stefán Geir og Arnór Steinn mættu Jóni Hlífari og Kristjáni í reginslag vitsmuna og kímni í hinu goðsagnakennda stúdíói 9A. Takk kærlega fyrir góðir hlustendur að hafa fylgt okkur þetta lengi og hjálpað okkur að komast að þessum tímamóta-tíunda-þætti. Ég held að orð ömmu rokksins segi allt sem segja þarf: „You're simply the best." Er Fatal Devastation kvikmynd með Sylvester Stallone eða ávöxtur ímyndunarafls spurningahöfundar? Hvar í Afríku voru flest eyðimerkuratriðina úr upprunalegu Star Wars kvikmyndinni tekin upp? Hvaða Bandaríkjaforseti lét smíða keilubraut í kjallara hvíta hússins á áttunda áratugnum? Hvort er krabbinn eða skjaldarmerkið skilgreint sem framhliðin á íslenskri 50 krónu smámynt? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Stefán Geir, Arnór Steinn, Jón Hlífar og Kristján.