11. Þríbólusettur með Michelle Pfizer
Trivíaleikarnir - Un pódcast de Daníel Óli

Categorías:
Ellefti þáttur Trivíaleikanna en í þessum frábæra þætti mættu Stefán Geir og Kristján til leiks gegn splunkunýju liði Inga og nýs keppanda að nafni Heiðdísar Maríu sem keppti sinn fyrsta Trivíaleikaþátt. Hið goðsagnakennda stúdíó 9A titraði undan þessum reginslag gáfna og fimmaura en bæði lið tefldu fram öllu mögulegu allt fram á síðustu metrana. Við hvaða haf stendur hafnarborgin Jeddah sem er talin höfuðleiðin til Mekka? Hvaða ár yfirgaf bandaríski herinn Keflavíkurflugvöll? Hvaða ber var lengi vel talið hættulegt í Evrópu eftir að það eitraði fyrir ríkum aristókrötum við aldamótin 1700? Hvað heitir aðalpersóna tölvuleikjaseríunnar God of War? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Stefán Geir, Kristján, Heiðdís María og Ingi.