12. Potterleikarnir (þemaþáttur)

Trivíaleikarnir - Un pódcast de Daníel Óli

Categorías:

Tólfti þáttur Trivíaleikanna sem og allra fyrsti þemaþátturinn en þemaþættir eru eins konar bónusþættir fyrir hlustendur þar sem tekið er fyrir eitthvað eitt þema og allar spurningar þáttarins eru úr því efni. Að þessu sinni var þemað Harry Potter heimurinn en fengnir voru fjórir Potter-sérfræðingar til að keppa sín á milli. Lið Heiðdísar Maríu og Inga eða Heiðingi líkt og það hefur verið kallað tók á móti liði Stefáns Geirs og Sólveigar í títanískum slag ófyrirgefanlegra bölvana og galdra. Af hvaða drekategund var drekinn sem varði bankahvelfingar Gringotts í sjöundu bókinni? Hvort eru fleiri nemendur úr heimavistum Ravenclaw eða Hufflepuff í Dumbledore's Army? Hvaða persóna Harry Potter bókanna ber sama nafn og ítalska heitið á einum af borgum Ítalíu? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Ingi, Heiðdís María, Stefán Geir og Sólveig.