13. Dórótea og simpansinn í Oz
Trivíaleikarnir - Un pódcast de Daníel Óli

Categorías:
Þrettándi þáttur Trivíaleikanna. Í þessum frábæra þætti mættu í stúdíó 9A tvö lið reynslubolta en Jón Hlífar og Kristján tókust á við Inga og Hnikarr Bjarma. Að þessu sinni var ekkert til sparað og þá er þetta einnig fyrsti þátturinn í nýju samstarfi ELKO og Trivíaleikanna þar sem ELKO er orðinn styrktaraðili hlaðvarpsins. Í hvaða landi eru flestir pýramídar heims? Hvort hefur Jackie Chan gefið út fleiri stúdíóplötur eða unnið fleiri óskarsverðlaun? Hvort eru fleiri tröppur fyrir framan Akureyrarkirkju eða einbreiðar brýr á hringveginum? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Jón Hlífar, Kristján, Ingi og Hnikarr Bjarmi.