19. Allt nema Ljúfmund
Trivíaleikarnir - Un pódcast de Daníel Óli

Categorías:
Nítjándi og einn allra besti þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mættu tveir nýjir keppendur til leiks, Marín Eydal frá Gametíví og Ástrós Hind frá hlaðvarpinu Listin og Lífið. Með Marínu í liði var okkar allra besti Arnór Steinn og með Ástrós í liði var okkar einnig allra besti Kristján. Er Bambi Elínmundur löglegt nafn samkvæmt Mannanafnanefnd? Hvað heitir erkióvinur pabba Ronju Ræningjadóttur? Safi hvaða ávaxtar er notaður í kokteilinn „Screwdriver?" Hvaða frægi leikari talar fyrir persónuna Sideshow Bob í sjónvarpsþáttunum vinsælu The Simpsons? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Arnór Steinn, Marín Eydal, Kristján og Ástrós Hind.