6. Systurborgirnar Napólí og Húsavík
Trivíaleikarnir - Un pódcast de Daníel Óli

Categorías:
Sjötti þáttur Trivíaleikanna, að þessu sinni var ekkert til sparað og voru gerðar miklar breytingar á dagskrárliðum þáttanna til framtíðar. Í hið goðsagnakennda stúdíó 9A mættu tveir nýjir keppendur til leiks, Embla Kristín og Magnús Orri sem tókust á við Trivíaleika-reynsluboltana Inga og Kristján. Hvaða borg er komið að ef siglt er beint í hánorður frá eyjunni Capri? Er Molluscum Contagiosum galdur úr heimi Harry Potter eða kynsjúkdómur? Hvað þýðir nafn ítalska eftirréttsins Tiramisu á ítölsku? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Kristján, Ingi, Magnús Orri og Embla Kristín.