8. Ölverjar allra landa, sameinist!

Trivíaleikarnir - Un pódcast de Daníel Óli

Categorías:

Áttundi þáttur Trivíaleikanna en í þessum frábæra þætti skáluðu keppendur og dómari í öli og kepptu einn magnaðasta þátt Trivíaleikanna hingað til. Að þessu sinni var þátturinn tekinn upp utan stúdíó 9A eða það er að segja í stúdíó 22. Það voru svo reynsluboltarnir Stefán Geir og Jón Hlífar sem tókust á við fyrrum stigamethafana Inga og Kristján í títanískum vitsmunaslag þar sem ekkert var til sparað. Er Code of Ethics kristilegt rokkband eða þáttur af hinum goðsagnakenndu þáttum Baywatch? Hvaða rauðvínsþrúga er niðurtalað í kvikmyndinni Sideways? Hvaða bókstafur kemur oftast fyrir í efnatáknum frumefna lotukerfisins? Hvert var fyrsta breska knattspyrnuliðið til að vinna Evrópukeppni Félagsliða eða Meistaradeildina? Hvert fara bræðurnir tveir úr Bróðir Minn Ljónshjarta þegar þeir andast? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Stefán Geir, Jón Hlífar, Kristján og Ingi.