9. Þumlalaust réttlæti

Trivíaleikarnir - Un pódcast de Daníel Óli

Categorías:

Níundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mættu þrír splunkunýjir keppendur til leiks, eitthvað sem hefur ekki gerst frá árdögum fyrsta þáttar hlaðvarpsins. Í hið goðsagnakennda stúdíó 9A mætti til leiks lið Jón Arnars og Viktors Huga sem mætti liði Hnikars Bjarma og Hrafns Splidt í sannkölluðum reginslag vitsmuna og seiglu. Er Love in the Time of Sewage rómantísk gamanmynd með John Cusack í aðalhlutverki eða brot af ímyndunarafli spurningahöfundar? Á landamærum hvaða tveggja bandarísku ríkja liggur Hoover stíflan? Hvert er eina ríkið í heiminum utan Íslands til að nota einn stakan listabókstaf fyrir stjórnmálaflokka sína? Af hvaða hundategund voru kvikmyndahundarnir Beethoven og Cujo? Í hvaða nútímalandi má finna Transylvaníu? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Hnikarr Bjarmi, Hrafn Splidt, Jón Arnar og Viktor Hugi.