Aríel Pétursson, Brynja Jónbjarnardóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson

Vikulokin - Un pódcast de RÚV - Sabados

Categorías:

Forsetakosningar, „kynlaus nýlenska“ og efnahagsástand voru umræðuefni þáttarins þessa viku. Pistill Völu Hafstað um kynjavísanir í íslensku vakti heitar umræður í vikunni en afstaða til málsins virðist skipta þjóðinni í fylkingar. Stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans var einhverjum vonbrigði en vakti með öðrum von, en stýrivextir haldast óbreyttir enn. Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund mælast hnífjafnar í þjóðarpúlsi Gallup og fylgi margra frambjóðenda er á talsverðri heryfingu. Í þessi mál rýndu Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs, Brynja Jónbjarnardóttir hagfræðingur og Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður og rithöfundur. Umsjón: Guðrún Sóley Gestsdóttir.