Brím, Skartgripaskrín Ursulu Andkjær Olsen, Menningarnótt á Grænlandi

Víðsjá - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við kynnum okkur Brím, nýja íslenska óperu sem verður frumsýnd í Tjarnarbíói á fimmtudagskvöldið. Höfundur tónlistarinnar, Friðrik Margrétar Guðmundsson og höfundur texta og leikstjóri verksins, Adolf Smári Unnarsson, segjast vilja takast á við samtímann og stóru spurningarnar í verkinu, en ódauðleg list, auðvald og nepótismi eru meðal viðfangsefna þess. Við ræðum einnig við Maó Alheimsdóttur og Hönnu Rós Sigurðardóttur um ferðalag þeirra til Grænlands og Gauti Kristmannsson fjallar um Skartgripaskrínið mitt eftir Ursulu Andkjær Olsen í þýðingu Brynju Hjálmsdóttur.