Data gígar, veruleikaflótti og Guðmundur Steinsson
Víðsjá - Un pódcast de RÚV

Categorías:
Við komum við í Þulu gallerýi við Austurbakka og skoðum þar fyrstu einkasýningu Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur, Data Gígar, sem hverfast um eldgos á Reykjanesskaga, gagnagnótt, birtingarmyndir dægurmenningar og áferðir stafrænna og efnislegra miðla. Freyja Þórsdóttir flytur pistil um ólíkar og misjafnlega uppbyggilegar tegundir veruleikaflótta. Við rifjum einnig upp viðtal sem Eiríkur Guðmundsson tók við Sigurð Sigurjónsson, leikara og Stefán Baldursson, leikstjóra og fyrrum Þjóðleikhússtjóra, um leikskáldið Guðmund Steinsson sem hefði orðið 100 ára nú um helgina.