Garg bókabúð, Eiríkur Örn Fimm ljóð, Stormur/rýni

Víðsjá - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Það er ekki á hverjum degi sem nýjar bókaverslanir opna dyr sínar hér á landi. En það gerðist í síðustu viku í Vesturbæ Reykjavikur. Bókabúðin kallast Garg og á bak við hana stendur bókahönnuðurinn Helga Dögg Ólafsdóttir sem dreymir um að búðin verði félagsmiðstöð bókanörda. Við lítum inn í Garg í þætti dagsins. Eiríkur Örn Norðdahl sendi nýverið frá sér nýja ljóðabók sem ber titilinn Fimm ljóð. Bókin er nokkuð frumleg smíð, ljóð Eiríks hafa nýlegan blæ og koma fram í meitluðum og fáguðum klæðum. Meira um það undir lok þáttar. Og Katla Ársælsdóttir rýnir í Storm, nýtt íslenskt leikverk eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Unu Torfadóttur.