Karnival hefðin, Ólga, Birnir Jón Sigurðsson: Örvæntingarpistill

Víðsjá - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Ólga er samsýning sem fjallar um hlutverk kvenna í mótun íslenskrar listasenu á níunda áratugnum. Önnur bylgja femínisma hafið skollið með látum á vestrænan heim áratuginn á undan með tilheyrandi umbreytingum og auknum sýnileika kvenna á öllum sviðum þjóðfélagsins, líka í myndlistinni. Við ræðum við sýningarstjórann Becky Forsythe í þætti dagsins. Einnig verður rætt við Gunnellu Þorgeirsdóttur um karnivalískar hefðir og Birnir Jón Sigurðsson stígur á stokk með sinn fyrsta pistil í örvæntingarpistlaröð. „Ef menningin á öðrum áratug þessarar aldar var Obama, #metoo, Angela Merkel, veganismi, Gréta Thunberg, réttlætisriddarar og parísarsáttmálinn, þá er menningin nú á þriðja áratugnum kjötát, incels, trad wives, ræktin og fasismi,“ segir Birnir meðal annars í pistli dagsins.