Ljóð frá Gaza, Siddharta, slaufunarmenning

Víðsjá - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Haustið 2023 var ljóðskáldið Mosab Abu Toha tekinn höndum þegar hann reyndi að flýja Gaza og PEN samtökin og fleiri kölluðu eftir upplýsingum um afdrif hans. Þá var liðið ár frá því að Abu Toha gaf út sína fyrstu ljóðabók, Things You May Find Hidden in My Ear, sem farið hefur sigurför um heiminn. Móheiður Hlíf Geirmundsdóttir, skáld og bóksali, þýddi bókina á íslensku og lítur við í hljóðstofu. Gauti Kristmannsson, bókmenntarýnir, grípur í sígilda bókmennt eftir Hermann Hesse, Siddhartha sem segja má að hafi orðið til þess að mörg ungmenni hippakynslóðarinnar lögðu leið sína til Indlands. Þá grípum við niður í fyrsta þætti Kristlínar Dísar Ingilínardóttir, Var afa mínum slaufað, þar sem Ármann Jakobsson prófessor í íslenskum bókmenntum leggur orð í belg, og rifjum upp innslag um huldutónlistarmanninn G. Weller.