Myndlistarmaður ársins, ECHO LIMA og örvæntingarpistill #4
Víðsjá - Un pódcast de RÚV

Categorías:
Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í áttunda sinn síðastliðinn fimmtudag en þar var Pétur Thomsen valinn myndlistarmaður ársins, fyrir sýninguna Landnám í Hafnarborg. Samband manns og náttúru hefur lengi verið megininntakið í ljósmyndaverkum Péturs og er sýningin Landnám engin undantekning. Pétur lítur við í hljóðstofu, en við höldum líka niður í miðbæ, í Gallerí Berg, þar sem einkasýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, ECHO LIMA, stendur yfir. Þá flytur Birnir Jón Sigurðsson sinn fjórða og síðasta pistil í örvæntingarpistlaseríu sinni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir