Ný íslensk ópera í Berlín, Adrianne Lenker og Stefán sigrar atvinnulífið
Víðsjá - Un pódcast de RÚV

Categorías:
Í gærkvöldi var ný íslensk ópera frumflutt í Berlín. Óperan ber heitið Cave, og kemur úr smiðju tónskáldsins Hauks Þórs Harðarsonar, sem var einn þriggja vinningshafa í keppni sem ber yfirskriftina Neue Szenen, og er ætlað að vekja athygli á nýjum og áhugaverðum röddum í heimi klassískrar tónlistar og óperu. Við sláum á þráðinn hjá Hauki Þór í upphafi þáttar. Kalta Ársælsdóttir rýnir í einleikinn Stefán sigrar atvinnulífið, sem grínistinn og sviðshöfundurinn Stefán Ingvar Vigfússon sýnir í Sykursalnum og í síðari hluta þáttar setur Tómas Ævar upp greiningargleraugun í umfjöllun sinni um nýja tónleikaplötu bandarísku tónlistarkonunnar Adrianne Lenker Live at Revolution Hall sem kom út í síðustu viku. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir og Tómas Ævar Ólafsson